Hafsteinn Þorvaldsson og börn gefa 1 milljón til HSu

Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands færði Fossheimum, hinni nýju hjúkrunardeild á HSu, eina milljóna króna að gjöf við opnun deildarinnar í dag.
Gjöfin er minningargjöf um eiginkonu hans Ragnhildi Ingvarsdóttur og er frá Hafsteini og börnum þeirra hjóna. Ragnhildur sem var starfsmaður sjúkrahússins í 30 ár var fædd 13.08.1929 og lést þann 16.12.2006.

 

Vonast þau til að gjöf þessi nýtist til kaupa á tækjum eða öðrum búnaði til að gera lífið bærilegra fyrir sjúklinga Fossheima.
Með gjöfinni fylgdi eftirfarandi vísa eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur sem einnig er fyrrverandi starfsmaður sjúkrahússins:

Í Fossheimum er fagurt skjól
ferðalúnum vegfarendum.
Birta hlýja blessuð sól.
Bæn frá okkar huga sendum.


Stjórnendur og starfsfólk HSu þakka þessa höfðinglegu gjöf.
Því má bæta við að þetta var afmælisdagur Hafsteins og bauð hann öllum viðstöddum upp á afmæliskaffi.


Á meðf. mynd er Hafsteinn ásamt deildarstj, Fossheima Ásta Sigríður Sigurðardóttur, og börnum sínum þeim Ragnheiði, Aðalbjörgu og Þráni og einnig er á myndinni eiginkona Þorvaldar Hjördís Leósdóttir en Þorvaldur og Vésteinn synir Hafsteins gátu ekki verið viðstaddir.