Hætta hjá HSU eftir samtals 262 ár í starfi

Á myndinni eru; Axel Björgvin, Svava, Margrét, Sigrún, Védís og Díana.

Þann 7. september 2022 var haldið kveðjuhóf hjá HSU á Selfossi fyrir þá starfsmenn sem létu af störfum sl. ár, margir eftir áralangann starfsferil  hjá stofnuninni, allt upp í 47 ár hjá einstakling, en heildarstarfsaldur hópsins telur 262 ár.  Fjórar konur mættu aðrir áttu ekki heimangengt af ýmsum ástæðum.  Öll fengu þau kveðjugjöf frá stofnuninni og þau sem ekki komust fengu hana senda til sín.

HSU þakkar þeim hverju og einu innilega fyrir vel unnin störf við stofnunina og færir þeim góðar óskir um velfarnað í komandi framtíð.

 

Þessar fjórar konur sem eru á myndinni ásamt Axel Björgvin Höskuldsson framkvæmdastjóra fjármála og Díönu Óskarsdóttur forstjóra eru:

Margrét Jónsdóttir, sjúkraliði.  Hún starfaði á lyflækningadeild, bráðamóttöku og göngudeild Selfossi.

Svava Guðmundsdóttir, sjúkraliði.  Hún starfaði á lyflækningadeild, bráðamóttöku og göngudeild Selfossi.

Védís Ólafsdóttir, sjúkraliði.  Hún starfaði á Ljósheimum Selfossi.

Sigrún Óskarsdóttir, starfsmaður við umönnun.  Hún starfaði með hléum á Ljósheimum Selfossi.

 

Aðrir sem komust ekki í kveðjuhófið eru:

Sigríður Kristín Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði á lyflækningadeild, bráðamóttöku og göngudeild Selfossi.

Halldór Benedikt Halldórsson, umsjónamaður fasteigna og búnaðar.  Hann starfaði í Vestmannaeyjum.

Matthildur Róbertsdóttir, hjúkrunarfræðingur.  Hún starfaði lengst af á Laugarási.

Ólafía Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.  Hún starfaði á Laugarási.

Ragnheiður Lúðvíksdóttir, iðjuþjálfi.  Hún starfaði á Selfossi.

Ragnhildur Andrésdóttir, móttökuritari.  Hún starfaði á Kirkjubæjarklaustri.

Regína Sveinsdóttir, móttökuritari.  Hún starfaði í Laugarási.

Stefanía Erlingsdóttir, móttökuritari.  Hún starfaði á Selfossi.

Andrés B. Júlíusson, sjúkraflutningamaður.  Hann starfaði á Höfn í Hornafirði.