Hætta á smitsjúkdómum á EM í knattspyrnu 2012

Hætta á smitsjúkdómum á EM í knattspyrnu 2012. Evrópumeistarmótið í knattspyrnu 2012 verður haldið í Póllandi og Úkraínu,  og hefst 8. júní en  lýkur 1. Júlí. 

Þeim sem ætla að sækja mótið er bent á að aukin hætta á smitsjúkdómum fylgir því að sækja stórmót af þessu tagi.

Sem dæmi má benda á að mislingar hafa verið algengir í Evrópu á þessu ári og það sem af er 2012 hafa um 7700 einstaklingar greinst með mislinga í Úkraínu.

Aðrir smitsjúkdómar geta einnig herjað á ferðamenn á þessum stöðum á  þessum tíma og vill sóttvarnalæknir ráðleggja þeim sem hyggja að sækja Evrópumeistaramótið í sumar að huga að eftirfarandi:  Sjá nánar hér