Gustur prufukeyrður útivið

Rafknúna farþegahjólið sem hjúkrunardeildirnar Foss- og Ljósheimar fengu nýlega hefur fengið nafnið Gustur.  Hjólið er hluti af alþjóðlegu verkefni „Hjólað óháð aldri.  Á HSU var haldin nafnasamkeppni og þangað komu inn nokkrar tillögur að þessu nafni sem varð fyrir valinu.

Vel heppnað hjólaranámskeið var síðan haldið í dag á HSU, þar sem sjálfboðaliðum var kennt að hjóla með farþega á Gusti.  Stefnan er síðan að gera heimilismönnum á hjúkrunardeildinni kleift að komast út að hjóla og njóta útiveru ef einhver býður sig fram í að hjóla, því þetta er samfélagsverkefni, ekki bara bundið við starfsmenn deildarinnar. 

Stefnt er á að fá fyrirtæki til að verða þáttakandur í verkefninu með einhverjum hætti og t.d. hefur Ísbúðin Huppa lofað þeim sem koma á hjólinu til þeirra að fá frían ís. Skemmtilegt og gott framtak.