Grímuskylda er tekin upp aftur á HSU frá og með 18.6.2022

Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist vera að taka aftur við sér því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands. Inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 fjölgar einnig.

Vegna þessa teljum við hjá HSU nauðsynlegt að bregðast við með eftirfarandi hætti:

  • Allir stafsmenn og gestir skulu bera grímu á starfsstöðvum HSU frá og með 18.6.22.
  • Heimsóknartími er takmarkaður við einn gest til hvers sjúklings. Gestir skulu bera grímu.

Með góðri kveðju,

Díana Óskarsdóttir, forstjóri