Gréta Svala og Valgerður kvaddar af samstarfsfólki sínu eftir margra ára störf við HSu

Þær Valgerður Fried læknaritari og Gréta Svala Bjarnadóttir ræstitæknir létu nýlega af störfum við Hsu.  Valgerður starfaði við stofnunina samfleytt í 26 ár, fyrst við umönnun en síðar sem læknaritari.  Gréta Svala starfaði á HSu með hléum, í 16 ár við þrif og náði að starfa við það á flestum deildum stofnunarinnar.  Þeim var haldið kveðjuhóf í gær ásamt samstarfsfólki sínu  og framkvæmdastjórn Hsu færði þeim gjöf og þakkaði þeim vel unnin störf í gegnum tíðina.