Göngudeildin Selfossi fimm ára

Sigurbjörg og Fjóla starfsmenn göngudeildarinnar

Í dag 28. nóvember eru fimm ár síðan göngudeildin á Selfossi hóf starfsemi sína.  Alveg síðan þá hefur starfssemin aukist jafnt og þétt og löngu búin að sanna gildi sitt.

 

Í upphafi var deildin opin þrjá daga vikunnar og tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt, en nú er göngudeildin opin alla virka daga.  Þegar deildin hóf starfssemi sína var Björn Magnússon yfirlæknir en nú hefur Sigurður Böðvarsson krabbameinssérfræðingur tekið við því starfi. Hjúkrunardeildarstjóri frá upphafi er Guðrún Kormáksdóttir.

 

 

 

Á myndinni hér neðar sést hvað meðferðarstarfsemin er fjölþætt.