Fyrirmyndar flokkun á rusli á rannsókn á Selfossi

Hluti starfsmanna rannsóknar á Selfossi

Starfsfólk HSU hefur nú um nokkura ára skeið lagt sig fram um að flokka rusl sem til fellur, en eins og er þá er flokkun á plasti og pappír stærsti flokkunarhópurinn, þó eru einhevrjir sem flokka líka lífrænanúrgang sérstaklega.

Gaman hefur verið að fylgjast með hvað starfsfólk leggur sig fram og eiga margir svo sannarlega hrós skilið. Það er þó aðeins misjafnt eftir deildum hversu vel hefur tekst til.  Þörfin verður alltaf meiri til að efla meðvitund á mikilvægi flokkunar á vinnustöðum og þetta er allt á réttri leið hjá HSU en alltaf má gera betur.

Ræstingafólkið  okkar er í sérstaklega góðri aðstöðu til að fylgjast með hvernig að þessum málum er staðið og það er að þeirra frumkvæði að vekja athygli á einni deild sem hefur tekið þessu verkefni alvarlega og eru til fyrirmyndar í flokkun.  Það er rannsóknarstofan á Selfossi.

Stelpunum á rannsókn á Selfossi var því færð viðurkenning fyrir fyrirmyndar flokkun og er FYRIRMYNDADEILD HSU Í FLOKKUN ÁRIÐ 2016.

 

Starfsmenn á rannsókn ásamt fulltrúum Starfsmannafélags og Gæða- og verkefnastjóra HSU.