Gjöf til Ljósheima frá Vinafélagi Ljósheima og Fossheima

Esther Óskarsdóttir fh. Vinafélagsins go Matthildur Róbertsdóttir deildarstjóri Ljósheima

Esther Óskarsdóttir fh. Vinafélagsins og Matthildur Róbertsdóttir deildarstjóri Ljósheima

Þann 5. júní sl. gaf Vinafélag Ljósheima og Fossheima hjúkrunardeildinni á Ljósheimum 50 tomma sjónvarpstæki – en um er að ræða hágæðasjónvarp frá Sony – að verðmæti 190 þúsund.

Á sl. ári gaf Vinafélagið einnig sjónvarpstæki í þessari stærð á hjúkrunardeild Fossheima.

Í stjórn Vinafélags Ljósheima og Fossheima eru:

Ragnheiður Hergeirsdóttir, formaður.
Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri.
Anna Björg Stefánsdóttir, ritari.
Meðstjórnendur eru: Kristín Árnadóttir, Rut Stefánsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir.

Á síðasta aðalfundi félagsins tók Ragnheiður við sem formaður af Guðbjörgu Gestsdóttur sem sinnt hefur formannsstarfinu í 8 ár.

Félagið var stofnað í febr. 2004 og er megintilgangur félagsins að efla tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk hjúkrunardeildanna á Ljósheimum og Fossheimum og auka möguleika þeirra á meiri tilbreytingu en ella væri. Einnig að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti sem snúa að eldra fólki. Allar ákvarðanir um tómstunda- og afþreyingarmál eru teknar í samráði við stjórnendur deildanna.