Gjöf til heilsugæslunnar í Vík

Þann 2. maí sl. kom Margrét Ebba Harðardóttir hótelstjóri á Hótel Dyrhólaey færandi hendi á heilsugæslustöðina í Vík.  Hún vildi gefa heilsugæslunni nýja og öfluga brjóstapumpu, af gerðinni Carum Ardo.  Gjöfin kemur að mjög góðum notum á þjónustusvæði heilsugæslunnar þar sem íbúum fjölgar jafnt og þétt.

Margréti Ebbu og hennar fólki eru færðar bestu þakkir fyrir þann góða hug sem að baki býr.