Ragnhildi Andrésdóttur læknaritara heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri er margt til lista lagt. Nýverið færði hún vinnustaðnum sínum listilega fallegt bútasaumsteppi sem hún hefur nostrað við að útbúa. Teppið hylur kassann sem ungabörn er lengdarmæld í þegar hann er ekki í notkun. Sannarlega mikil prýði af, enda teppið með glaðlegum myndum og í fallegum litum.
Ragnhildi eru færðar kærar þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr.