Gjöf frá Kvenfélögum til HSU Vík í Mýrdal

Nóvember 2017

Kvenfélagskonur í Mýrdal hafa lengi stutt dyggilega við starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vík. Enn og aftur hafa þær látið verkin tala og safnað fyrir nýjum skoðunarbekk ásamt fylgihlutum. Öflug bakvarðasveit félaga í heimabyggð er starfsemi heilsugæslunnar í Vík ómetanleg. Konum í Kvenfélagi Hvammhrepps, Kvenfélagi Dyrhólahrepps og Kvenfélaginu Ljósbrá eru hér færðar innilegar þakkir.

 

Meðgylgjandi myndir eru teknar þegar fulltrúar kvenfélaganna afhentu gjöfina með formlegum hætti.