Fulltrúar frá Kvenfélaginu í Hveragerði komu færandi hendi á heilsugæsluna í Hveragerði þann 20. febrúar sl. og færðu stofnuninni peningaupphæð að andvirði 250.000. Fyrir gjafaféð var keypt ný ungbarnavigt og lengdarmælir fyrir ungbarnaverndina.
Þessi gjöf kom sér afar vel og eru öllum kvenfélagskonum hjá kvenfélaginu í Hveragerði færðar innilegar þakkir fyrir stuðninginn. Þær hafa síðastliðin ár stutt dyggilega við heilsugæsluna í Hveragerði og er það ómetanlegt.