Gjöf að upphæð kr. 2.5 millj. til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá Arion banka hf.

Gjafaafh Arion banka hfÞann 22. okt. sl. afhenti Höskuldur Ólafsson, bankastjóri,  peningagjöf  til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að upphæð kr. 2.5 millj.  Magnús Skúlason forstjóri HSu tók á móti gjöfinni í útibúi Arion banka á Hellu.
Gjöf þessi er gefin til eflingar tækjabúnaði fyrir Göngudeild lyflækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar fyrir höfðinglega gjöf frá Arion banka hf.
sem nýtt verður til eflingar þjónustu á göngudeild lyflækninga þar sem fram fara ýmsar
lyfjagjafir fyrir langveika.  Þar má nefna krabbameinslyfjagjafir, ónæmishemjandi lyf sem gefin eru við gigt, húðsjúkdómum og ristilsjúkdómum, blóðgjafir o.fl.
Einnig er verið að vinna að því að koma upp blóðskilun á deildinni þ.e. gervinýra.

 

Mikilvægt er að hafa góða aðstöðu fyrir þessa einstaklinga sem dvelja upp í nokkra klukkutíma í lyfjagjöfinni, s.s. hægindastóla /bekki, afþreyingu o.fl.