Gjöf á endurhæfingardeild HSu

Lionsklúbbarnir í Árnessýslu og Lionsklúbbur Selfoss færðu HSu að gjöf tæki í nýja endurhæfingaraðstöðu sjúkrahússins og hafa tækin þegar verið tekin í notkun.Þetta eru Lionsklúbbarnir Embla, Geysir, í Hveragerði, Laugdæla, Skjaldbreiður,á Selfossi og í Þorlákshöfn.
Um er að ræða tvö styrktarþjálfunartæki að verðmæti kr. 748.599 m.vsk. og var gefið í tilefni opnunar nýrrar sjúkraþjálfunaraðstöðu og heilsugæslustöðvar á Selfossi þann 8. apríl 2010.
Þá gaf Lionsklúbbur Selfoss að auki rafknúna standgrind, TNS tæki, þrekhjól og eyrnaskoðunarhaus að verðmæti kr. 1.244.376 m.vsk. Gjafatæki þessi efla gæði þjónustunnar við skjólstæðinga stofnunarinnar og ómetanlegt er að finna þann hlýhug sem gjöfinni fylgir.