Gjafir til kaupa á nýju sónartæki

Samband Sunnlenskra kvenna, Kiwanisklúbburinn Gullfoss, Lionsklúbburinn Emblurnar og Zonta klúbbur Selfoss afhentu nýverið heilbrigðisstofnunni 2,4 milljónir króna til kaupa á nýju sónartæki. Um er að ræða samstarfsverkefni kvenfélaga innan SSK og áðurnefndra 3ja klúbba. Stjónendur HSu, þau Magnús Skúlason, forstjóri og Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri veittu gjöfinni viðtöku við athöfn á HSu. Við sama tækifæri voru einnig afhentar fleiri gjafir eins og sjá má í fréttum hér á vefnum. Fulltrúar gefenda við þessa athöfn voru Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Magðalena Jónsdóttir og Rosemarie Þorleifsdóttir.