Gjafir til HSu á árinu 2008


Á árinu 2008 bárust stofnuninni gjafir sem samtals eru að verðmæti 18, 2 milljónir króna.
Eins og áður þá eru það líknarfélögin á Suðurlandi sem eru tryggir stuðningsaðilar stofnuninnar en einstaklingar gáfu einnig höfðinglegar gjafir á árinu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir gefendum bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og ómetanlegt er að eiga slíka stuðningsaðila. Gjafir þessar bera merki um hlýhug og metnað fyrir uppbyggingu stofnunarinnar til þess að veita íbúum Suðurlands sem öruggasta þjónustu. 
Megi Guðs blessun fylgja þessum félögum og einstaklingum.
 

Samband Sunnlenskra kvenna gaf sjúkradeild HSu peningagjöf að upphæð kr. 3.2 millj. til kaupa á sjúkrarúmum í tilefni af vígslu nýrrar hjúkrunardeildar í nýbyggingu stofnunarinnar á Selfossi þann 24. jan. 2008.

Einnig gaf sambandið kapellunni í tilefni vígslunnar 16. nóv. 2008 peningaupphæð kr. 425 þúsund sem var ágóði af útsaumsverkefni SSK.


Steindór Zóphóníasson gaf stofnuninni 1 millj. þann 12. febr. 2008 sem þakklætisvott fyrir góða þjónustu. Steindór lést 17. mars sama ár.


Hafsteinn Þorvaldsson og fjölskylda gáfu hjúkrunardeildinni Fossheimum peningagjöf að upphæð kr. 1 millj. í tilefni opnunar deildarinnar 28. apríl 2008 í minningu um eiginkonu Hafsteins, Ragnhildi Ingvarsdóttur.


Kvenfélag Eyrarbakka gaf fæðingardeild HSu sambyggt súrefnismettunar-, blóðþrýstings- og hitamæli að verðmæti 516 þúsund m.vsk.


Kvenfélag Selfoss gaf fæðingardeild HSu peningagjöf kr. 414.645.- til kaupa á sjúkrarúmi og dýnu. Einnig gaf Kvenfélag Selfoss 4 hvíldarstóla á hjúkrunardeild Ljósheima í tilefni opnunar 24. jan. 2008 að verðmæti kr. 231.100,oo og í minningarherbergi Ljósheima gaf félagið hillu og skjöld til heiðurs stofnfélögum kvenfélagsins samtals að verðmæti 25. þúsund.


Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi gaf stofnuninni peningagjöf kr. 500 þúsund til iðjuþjálfunar fyrir hjúkrunardeild Ljósheima.


Í tilefni 15 ára afmælis Oddfellowreglunnar á Suðurlandi gaf reglan bæði vinnu og efni við innréttingu nýrrar kapellu ásamt húsgögnum og búnaði. Formleg afhending fór fram við vígslu kapellunnar 16. nóv. 2008. Verðmæti gjafarinnar eru 8 milljónir.


Körfuboltaakademía FSu og Krabbameinsfélag Árnessýslu gáfu líknardeild sjúkrahússins 2 sjónvarpstæki (flatskjái) að verðmæti kr. 224. þúsund.


Vinafélag Ljósheima og Fossheima gáfu 600 þúsund eða 300 þúsund fyrir hvora deild í tilefni opnunar deildanna í nýju byggingunni.


Starfsmenn á hjúkrunardeild Ljósheima gáfu rafmagns kertaljós og borðlampa, að verðmæti 22. þúsund. Gjöfin var gefin í tilefni opnunar deildarinnar í nýbyggingunni.


Guðnabakarí afhenti stofnuninni 25. þúsund kr. sem er andvirði stærstu bollu sem bökuð hefur verið á Íslandi á bolludaginn 4. febr. 2008.


Kvenfélag Hrunamannahrepps afhenti heilsugæslustöðinni í Laugarási peningagjöf að upphæð kr. 50. þúsund til kaupa á súrefnis- og blóðþrýstingsmæli ásamt ungbarnavog.


Rauða kross deild Rangárvallasýslu gaf heilsugæslustöð Rangárþings peningagjöf kr. 1.5 millj. fyrir sjúkraþjálfunaraðstöðu stöðvarinnar.


Heilsugæslustöðin á Kirkjubæjarklaustri fékk samtals kr. 335 þúsund gjafafé til kaupa á neyðartösku barna og fylgihlutum ásamt augn- og eyrnaskoðunartæki frá eftirtöldum aðilum:


Kvenfélagi Hvöt kr. 75. þúsund, Rauða krossi Íslands Klausturdeild kr. 60. þúsund, Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps kr. 150. þúsund og Kvenfélagi Skaftártunguhrepps kr. 50. þúsund.


Jónas Vignir Grétarsson gaf stofnuninni hvíldarstól fyrir sjúkradeildina til minningar um eiginkonu sína Sigríði Sigurðardóttur.


Hjúkrunardeild Ljósheima fékk peningagjöf frá einstaklingi kr. 30. þúsund.


Drífa Pálsdóttir gaf hjúkrunardeildinni Ljósheimum bækur úr bókasafni Páls Hallgrímssonar til minningar um föður sinn.


Esther Ýr Óskarsdóttir og Harpa Hlíf Guðjónsdóttir gáfu stofnuninni kr. 1.584.- sem ágóða af hannyrðasölu þeirra.


Stofnunin fékk einnig að gjöf stóran fíkus í blómapotti sem staðsettur er í anddyri stofnunarinnar.


Verðmæti gjafa ársins eru tæplega 18.2 milljónir.