Gjafir til Foss- og Ljósheima

Sólveig Dögg og Ólöf deildarstjóri Foss- og Ljósheima

Nú í aðdraganda jóla komu þær Sólveig Dögg Larsen og Sigríður Halldórsdóttir fyrir hönd stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi og færðu hjúkrunardeildunum Foss- og Ljósheimum gjafir.

Um er að ræða sitthvorn pakkann af svokölluðum „rafketti“, en það eru gervikisur sem líta út eins og alvöru kisur, eru eins viðkomu, hreyfa sig örlítið og mjálma eins og kisur gera svo tilfinningin verður eins og um alvöru kisu sé að ræða.

 

Hvítasunnukirkjan hefur í gegnum tíðina láti sér annt um HSU og oft komið færandi hendi fyrir jólin og fá þau öll hjartans þakkir fyrir þessa gjafir sem eflaust eiga eftir að gleðja marga.