Gjafir til Foss- og Ljósheima 2019

Snemma á þessu ári gaf Kvenfélag Villingaholtshrepps hjúkrunardeildunum Foss- og Ljósheimum tvo vaxpotta ásamt fylgihlutum og Namaste námskeið fyrir starfsfólk deildarinnar.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 127.442 kr..  Foss- og Ljósheimar fengu einnig fyrr á þessu ári, góða minningargjöf frá börnum Laufeyjar Guðmundsdóttur frá Egilsstaðakoti, þeim Helgu Elínu, Sigurbjörgu, Guðsteini Frosta og Einari, göngugrind að verðmæti 210.482 kr..  Og núna nýverið færðu fulltrúar frá Rebekkustúku nr. 9 Þóru, I.O.O.F. Oddfellowreglunni, Foss- og Ljósheimum 250.000 kr. til eflingar starfssemi Foss- og Ljósheima.  Tilefni gjafarinnar er 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar á Íslandi. 

 

Öllum þessum félagasamtökum og einstaklingum eru færðar hugheilar þakkir fyrir þann góða hug sem að baki býr.  Gjafirnar koma sér sérstaklega vel fyrir íbúa hjúkrunardeildarinnar og alla starfssemi hennar. 

 

Gaman er að geta þess að nú í aðdraganda jóla hefur starfsfólk deildarinnar gert ýmislegt skemmtilegt til að brjóta upp hversdaginn.  Íbúar deildanna hafa föndrað og bakað ásamt því að geta boðið sínum nánustu á kaffihús -Ljósakot- sem starfsfólkið hefur sett upp á föstudögum fyrir framan deildina á annari hæð. Þar hefur verið boðið upp á kaffi og með því, ásamt söng eða upplestri, öllum til ánægjuauka.  Þetta framtak hefur hlotið mikið lof og á starfsfólk deildanna hrós skilið.