Gjafir í Gjafasjóð HSu á árinu 2009

Árlega berast stofnuninni gjafir í formi tækja- og peningaframlaga, bæði frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum.


Innan stofnunarinnar eru til gjafasjóðir á eftirtöldum stöðum: Selfossi, Laugarási, Rangárþingi, Vík, Klaustri, Hveragerði og Þorlákshöfn.
Meðferð þessara sjóða og bókfærsla er samkvæmt reglugerð ríkisendurskoðunar.
Beiðni um ráðstöfun úr gjafasjóðum fer fyrir framkvæmdastjórn, sem er ákvörðunaraðili ásamt yfirstjórnendum. Einnig leitar framkvæmdastjórn eftir faglegu áliti lækna- og hjúkrunarráðs ef um ráðstöfun er að ræða fyrir lækninga- og hjúkrunartækjum.
Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri hefur umsjón með gjafasjóðum stofnunarinnar bæði varðandi samskipti við gefendur, endurgreiðslu á virðisaukaskatti gjafatækja, bókfærslu sjóða og samantekt.


 

Á árinu 2009 bárust eftirfarandi gjafir:
Samband sunnlenskra kvenna gaf 2.4 millj. til stuðnings kaupum á sónartæki. Gjöfin er samstarfsverkefni kvenf. innan SASS og 3ja klúbba á Suðurlandi, Zontakl., Kiwaniskl. Gullfossi og Lionskl.Emblur.


Krabbameinsfélag Árn. gaf 700 þúsund til stuðnings kaupum á sónartæki.


Kvenfélag Selfoss gaf 250 þúsund til stuðnings kaupum á sónartæki. Einnig gaf kvenfélagið 2 loftdýnur fyrir sjúkradeildina að verðmæti 423.089.-.


Guðfinna Hannesdóttir sem lést 15.jan. 2008 erfði Sjúkrahús Suðurlands samkv. erfðaskrá um rúml. 2.6 millj.


Líknarsjóður hjónanna Unnar Guðmundsd. og Harðar Þorgeirssonar gaf á árinu 30 millj. til viðbótar við gjöf sem gefin var á árinu 2007.


Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps gaf hitaskáp fyrir rannsóknastofuna að verðmæti kr. 120 þúsund.


Kvenfélag Hrunamannahrepps gaf hægindastól að verðmæti 143 þúsund fyrir hjúkrunardeild Ljósheima í tilefni 25 ára afmæli deildarinnar.


Kvenfélag Villingaholtshrepps gaf 2 hvíldarstóla að verðmæti 200 þúsund fyrir hjúkrunardeildirnar á Ljósheimum og Fossheimum.


Laufey Valdimarsdóttir gaf kr. 25 þúsund til hjúkrunardeildar Ljósheima í tilefni 25 ára afmæli deildarinnar.


Kvenfélag Gnúpverja, Skeiða- og Hrunamannahrepps gáfu heilsugæslustöðinni í Laugarási gifssög að verðmæti 290 þúsund.


Kirkjuhvoll gjafasjóður Jóns Tómassonar gaf heilsugæslu Rangárþings peningagjöf kr. 1 millj. fyrir sjúkraþjálfunaraðstöðu stöðvarinnar.Aðalheiður Guðmundsdóttir og fjölskylda gáfu útvarp, geislaspilara og hátalara fyrir líknarherergi sjúkradeildarinnar – til minningar um Simon de Haan.


Fjölskylda Guðbjargar Pálsdóttur gáfu DVD spilara ásamt sambyggðu útvarpstæki fyrir hjúkrunardeild Ljósheima – til minningar um Guðbjörgu Pálsdóttur.


Jónas V. Grétarsson gaf 2 rafdrifin hvíldarrúm fyrir heimahjúkrun – til minningar um Sigríði Sigurðardóttur.


Jóhannes Guðmundsson gaf bækur úr bókasafni sínu fyrir hjúkrunardeildirnar Ljósheima og Fossheima.


Guðm. Valgeir Guðlaugsson gaf bækur úr bókasafni sínu fyrir hjúkrunardeild Fossheima.


Soroptimistaklúbbur Suðurlands gaf barnadót til verðlauna fyrir heilsugæslustöð Selfoss. Þá mun klúbburinn einnig sjá um áfyllingu í dótakassana.


Verðmæti gjafa ársins eru 38.5 milljónir króna.


Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir gefendum bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og ómetanlegt er fyrir stofnunina að eiga slíka stuðningsaðila.Yfirlit yfir stöðu gjafasjóða HSu pr. 31.12.09:
Gjafasjóður heilsug.Rang. 406.098
Gjafasjóður heilsug.Þorlh. 6.040.480
Gjafasjóður Selfoss 35.786.093
Gjafasj.heilsug.Laugarási 3.164.107
Styrktarsjóður HSu 105.322.350
Minningasj. Vík 166.656
Gjafasjóður heilsug. Hvg. 396.449
Gjafasj. heilsug. Klaustri 123.110


Gjafasjóðir HSu samtals 151.405.343