Gefur leikborð í biðstofu Bráðamóttöku HSu

Baldur Róbertsson eigandi BR flutninga kom færandi hendi og gaf HSu leikborð með áföstum leikföngum.  Baldur sagði þetta m.a. vera í tilefni þess að fyrirtæki hans væri orðið þriggja ára.  Einnig væri hann faðir ungra barna sem þyrftu af og til á þjónustu HSu að halda og þyrftu að bíða í biðstofum stofnunarinnar.  Hann vildi því létta öllum börnum biðina sem gæti stundum verið erfið, þegar ungviðinu liði kannski ekki sem best og biðin gæti orðið löng. 

Það gott að finna svona góðan hug til stofnunarinnar frá einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu og eru Baldri færðar bestu þakkir fyrir gjöfina.