Geðlæknir ráðinn til starfa á HSu

Kjartan J. Kjartansson, geðlæknir hefur verið ráðinn í stöðu geðlæknis á HSu og mun hann sinna geðþjónustu við fangelsið á Litla Hrauni. Kjartan hlaut sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum árið 1991 og hefur starfað sem slíkur á Landspítalanum frá þeim tíma og hefur hann m.a. reynslu af störfum með áfallahjálparteymi. Kjartan hefur þegar hafið störf á HSu og er hann boðinn velkominn til starfa. Enginn geðlæknir hefur verið við stofnunina frá því sl. vor.