Við hjálpum þér að:
- Efla styrkleika og áhugasvið sem valdeflandi leið til að ná tökum á bata.
- Auka þekkingu varðandi leiðir til að ná bættri líðan og jafnvægi.
- Auka skilning, styrk og getu til að takast á við geðræna erfiðleika.
Í boði er:
- Stuðningur til að auka félagslega virkni og endurheimta félagsleg hlutverk.
- Regluleg fræðsla og námskeið varðandi ýmis geðræn einkenni, grunnþarfir einstaklingsins og áhrif áfalla.
- Fræðsla og stuðningur til einstaklingsins og fjölskyldu hans.
- Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, búsetu og þjónustuþörf.
- Mat á lyfjameðferð .
- Ráðleggingar hvar hægt sé að fá frekari stuðning eða fræðslu.
Áhersla er á samskipti við hinar ýmsu stofnanir, þjónustuaðila og félagasamtök. Unnið er á jafningjagrunni með áherslur þjónustuþega í fyrirrúmi. Í teymunum er lögð áhersla á aðkomu einstaklinga með reynslu af geðrænum erfiðleikum.