- Þjónustan er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri með geðsjúkdóma, sem þurfa þverfaglega aðstoð og/eða þétta eftirfylgd.
- Nánar tiltekið:
- F20-F29 – Geðrofssjúkdómar
- F30-F39 – Lyndisraskanir, geðhvörf, þunglyndi
- F40-F48 – Kvíðaraskanir
- F50-F50.9 – Átraskanir
- F60-F60.9 – Persónuleikaraskanir
- Mikilvægt er að láta reyna á önnur úrræði áður en sótt er um til geðheilsuteymanna.
- Frábendingar eru virkur fíknivandi, þroskaraskanir (einhverfuróf) og/eða sjálfræðissvipting.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Tekið er við tilvísunum frá fagfólki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Heilbrigðisstarfsfólk sendir tilvísun rafrænt í gegnum Sögu.
- Þegar sent er innan HSU er notað: Tilvísun – flýtitexti sóttur (ctrl.+shift og ýtið á T) Send sem viðhengi innan Sögu.
- Þegar send er rafræn tilvísun milli stofnanna er notað: Eyðublað af heimasíður og það sent rafrænt innan Sögu milli stofnana
Annað fagfólk notar þetta eyðublað á heimasíðu og sendir með ábyrgðarpósti eða kemur með á stofnunina.
Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu hennar. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
Tilvísanir sem ekki sendast rafrænt, sendast til:
Geðheilsuteymi HSU
v.Árveg
800 Selfoss