Þjónusta teymanna er heildræn og notendamiðuð og lögð er áhersla á samþætta nálgun. Teymin hafa að leiðarljósi að skoða alla þætti sem hafa áhrif á andlega heilsu.
Einstaklingurinn er í fyrirrúmi, hans óskir, gildi og þarfir.
Stuðst er við gagnreyndar aðferðir og árangur er metinn reglulega. Áhersla er lögð á þróun og þær leiðir í meðferð sem einstaklingurinn þarfnast hverju sinni.