Geðheilbrigðisþjónusta fyrir almenning

Í framhaldi af samningi um tilflutning verkefna var ákveðið að efla og bæta geðþjónustu við almenning á Suðurlandi. Þann 1. september sl. hófst þessi starfsemi og hefur
Dröfn Kristmundsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til starfa við HSu. Hún mun starfa sem deildarstjóri hjúkrunar í fangelsinu á Litla Hrauni auk þess sem hún mun að hluta sinna almennri geðheilbrigðisþjónustu við almenning í samvinnu við Don De Niet geðlækni.

Dröfn hefur starfað á geðsviði Landspítala frá útskrift árið 1991, lengst af sem hjúkrunarstjórnandi. Hún lauk meistaraprófi í hjúkrun árið 2004 frá háskólanum í Manchester.

Dröfn og Don munu starfa á öllu Suðurlandi og í nánu samstarfi við starfsfólk heilsugæslunnar
en hér er um að ræða brýna þjónustu við íbúa Suðurlands.