Gáfu fæðingadeildinni nýja myndavél

Sigrún Kristjánsdóttir, ljósmóðir og Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjöríss í Hveragerði hafa gefið fæðingadeildinni nýja digital myndavél. Þau hjónin hafa áður gefið deildinni myndavél og nú var komið að því að endurnýja þá vél með tilkomu nýrrar heimasíðu. Myndavélin er af gerðinni Canon Digital Ixus 7,5 og hana nota ljósmæður til að taka myndir af öllum börnum sem fæðast á sjúkrahúsinu og einnig af börnum sem liggja sængurlegu með mæðrum sínum eftir að hafa fæðst t.d. á Fæðingadeild LSH í Reykjavík.  Myndbirtingin er þó háð leyfi foreldra.
Það sem af er árinu hafa fæðist yfir 100 börn á sjúkrahúsinu svo það lítur út fyrir að árið í ár verði nýtt metár í fæðingum.