Gæðastarf með rannsóknarvenjur lækna

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvist að því að tryggja gæði þess starfs sem  fram fer á Hsu.

Meðal annars er unnið með rannsóknarvenjur og reynt að skerpa á því að rannsóknir séu gerðar á markvissan hátt. Með því sýna rannsóknir það sem þeim er ætlað og þær ekki gerðar að tilefnalausu.  Allt gert til að nýta skattpeningana sem best og tryggja öfluga og góða læknisþjónustu.

 

Þann tíma sem þetta gæðastarfið hefur staðið yfir, hefur náðst góður árangur . Rannsóknum hefur fækkað í eðlilegri fjölda og markvisst verið beint á nákvæmari og betri  veg. Starfsemi rannsóknardeildar hefur þó ekki dregist saman vegna fleiri beiðna frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum og Landspítalanum.

 

Læknar eru orðnir meðvitaðri um eigin vinnubrögð, með upplýsingum sem þeim eru sendar reglulega. 

 

Mikið álag  var á rannsóknardeildinni fyrstu mánuði ársins 2012 og ekki víst að þróun haldi áfram eins og hún lítur út núna.

 

 

 

 

 

 

 

Línuritin með fréttinni eru frá yfirlífeindafræðingi HSu, Kolbrúnu Káradóttur Rannsóknardeild.

 

Óskar Reykdalsson

Framkvæmdastjóri Lækninga