Gæðadagur HSu 29. apríl sl.

Nýlega var haldinn gæðadagur HSu og er þetta í annað sinn sem slíkt er gert. Aðal viðfangsefni dagsins voru:  •Rannsóknatíðni á HSu, •Viðmið við val á réttum sýklalyfjum, •Ávísanavenjur Sunnlenskra lækna og •Nýjungar í myndgreiningu.


 

Rannsóknatíðni
Kolbrún Káradóttir, yfirlífeindafræðingur kynnti niðurstöður yfir rannsóknartíðni á HSu og birt var niðurstaða úr aðhaldsaðgerðum í rannsóknum. Reyndist fjöldi rannsókna í svipuðum mæli eins og verið hefur undanfarna mánuði, sem er veruleg fækkun frá því sem var áruð 2008 – fór úr 9500 rannsóknir á mánuði í 6300. Þannig fækkaði rannsóknum um 3200 á mánuði.Val á sýklalyfjum
Karl Kristinsson, yfirlæknir á sýkladeild LSH fór yfir helstu viðmið við sýklalyfjagjöf og val réttra lyfja.
Lyfjaávísanir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir frá Landlæknisembættinu fór yfir ávísanavenjur og sýklalyfjaútskriftir sunnlenskra lækna:
Helstu breytingar sem orðið hafa frá síðasta rannsóknardegi eru þær að notkun á þeim lyfjum sem valda mestu ónæmi með ofnotkun hefur minnkað mikið, þ.e.a.s. makrólyra og tetracycillin, en notkun á öðrum lyfjum hefur ekki minnkað og sýklalyfjanotkun hefur haldist nokkurn veginn óbreytt á milli ára og því ekki um raunminnkun að ræða. Reynt er að samhæfa notkun sýklalyfja eftir fremsta megni.


Myndgreining
Í lokin kynntu Pétur Hannesson, yfirlæknir á myndgreiningadeild LSH helstu nýjungar í myndgreiningu og var þá aðallega verið að ræða um tölvusneiðmyndamyndgreiningu, en þá tækni er verið að taka upp á Myndgreiningadeild HSu á Selfossi.


Kristján Sturlaugsson, verkfræðingur LSH sagði frá Heilsugáttinni sem er nýtt sjúkraskrárkerfi sem auðveldar læknum að fá fram upplýsingar um sjúklinga og Guðrún Hálfdánardóttir, yfirgeislafræðingur HSu kynnti síðan niðurstöður úttektar á fjölda rannsókna milli lækna á HSu og mikilvægi þess að gera rannsóknir á sjúklingum í heimabyggð.