Gæðadagur á HSu

Haustgæðadagur lækna á Hsu var haldin þann 16. nóvember sl. Efni dagsins var rannsóknir við rannsóknarstofuna og notkun sterkra og ávanabindandi lyfja.
Kolbrún Káradóttir, yfirlífeindafræðingur HSu gerði grein fyrir því hvernig til hefði tekist að breyta rannsóknarvenjum lækna á Hsu. Veruleg breyting hefur orðið á þeim rannsóknum sem ætlað var að draga úr hefur fækkað um allt að 90%. Heildarfjöldi rannsókna er 4% minni en á sl.ári sem hafði þá lækkað um 30% frá árinu þar áður. Áframhaldandi gæðastarf og rétt val rannsókna hefur haft þessi áhrif og er sparnaður verulegur, án áhrifa á gæði heilbrigðisþjónustunnar. 
Sjá glærur Kolbrúnar um rannsóknir á HSu mynd0 mynd1
og Matthíasar, Sölutölur fyrir ópíóíða á Norðurlöndum 2004-8

Matthías Halldórsson, fyrrverandi aðstoðarlandlæknir og núverandi læknir hjá Landlæknisembættinu og á Geðdeild LSH ræddi notkun sterkra verkjalyfja og ávanbindandi lyfja. Áskriftarvenjur einstakra lækna ræddar og borið saman við aðra lækna á Íslandi og í nágrannalöndum okkar.


Magnús Ólason, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi ræddi sögu sterkra verkjalyfja, vísindin í dag í verkjalyfjameðferð og raunveruleikann á Íslandi í dag. Þá fór hann yfir aðrar leiðir til verkjastillingar og hvernig rétt er að snúa sér við ofnotkun slíkra lyfja.


Valgerður Rúnarsdóttir sérfræðingur í fíknisjúkdómum kom og ræddi fíknihlutann, um ofnotkun ávanabindandi lyfja og hvernig rétt er að snúa sér til að vinda ofan af slíkum vanda