Fyrsti Sunnlendingur ársins 2011 á HSu

Fyrsta barn ársins 2011 sem fæddist á HSu var drengur sem kom í heiminn á nýársdag. Foreldrar eru Guðrún Edda Hannibalsdóttir og Gísli Jósep Hreggviðsson, Sóltúni 11 á Selfossi. Drengurinn vóg 4450 gr og var 55 cm að lengd. Það var Dagný Zöega ljósmóðir sem tók á móti drengnum. Þetta er 4. barn þeirra hjóna og gekk fæðingin mjög vel og munaði innan við klukkustund að þetta yrði fyrsta barn ársins á Íslandi en drengurinn fæddist kl. 02:49 þann 1. janúar.