Fyrsta barn ársins á HSu

Fyrsta barn ársins á HSuFyrsta barnið sem fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2013, leit dagsins ljós þann 3. janúar kl. 6:36.

Um er að ræða myndarlegan dreng sem var 13 merkur og 53 cm og gekk fæðingin vel.

Drengurinn er fjórða barn þeirra Svans Gunnarssonar og Katrínar Hjálmarsdóttir í Hveragerði. Fyrir eiga þau 3. drengi, þá Halldór 22. ára, Andra 13 ára og Hjálmar 10 ára.  Það var Dagný Zöega ljósmóðir sem tók á móti drengnum.

 

Alls fæddust á fæðingadeildinni 63 börn á árinu 2012, 32 stúlkur og 31 drengur.

 

 

 

 

Fyrsta barn ársins 2013