Fyrsta barn ársins 2012 á HSu

Að kveldi 5. janúar fæddist fyrsta barn ársins hér á fæðingadeild HSu.  Drengur fæddur kl 19:54, þyngd 3710 gr, lengd 51 cm.  Ljósmóðir var Arndís Mogensen. Foreldrarnir heita Bergþóra Stefánsdóttir og Trausti Davíð Karlsson, þau búa að Fögrumýri 5 hér á Selfossi. Skemmtilegt er að segja frá því að faðirinn náði að vera viðstaddur fæðinguna en hann á pantað flug til Noregs eldsnemma í fyrramálið og var því búinn að gera ráð fyrir því að missa örugglega af fæðingunni.  Hann náði því bæði fæðingunni og fluginu.