Fundur sveitarsjórna með stjórnendum á heilsugæslunni í Laugarási

Frá hægri: Sigurður Sigurjónsson varaoddviti í Hrunamannahreppi, Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar, Jóhanna Valgeirsdóttir hjúkrunarstjóri í Laugarási, Björgvin Skafti Bjarnason oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, Ingibjörg Harðardóttir sveitastjóri GOGG, Sigurjón Kristinsson yfirlæknir Laugarási og Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.

Fulltrúar sveitarstjórna í uppsveitum átt fund með hjúkrunarstjóra og yfirlækni heilsugæslustöðvar HSU í Laugarási þann 13. mars 2019, ásamt forstjóra HSU.

Á fundinum var farið yfir mönnun og starfsemi heilsugæslustöðvarinnar og það lykilhlutverk sem hún gegnir í heilbrigðisþjónustunni á svæðinu. Á heilsugæslustöðinni eru 2 stöðugildi heimilslækna og 3,6 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, auk annarra starfsmanna. Áhersla er lögð á að halda uppi góðri og stöðugri mönnun allra fagstétta og tryggja samfellu í allri þjónustu, bæði lækna sem og í þjónustu annarra heilbrigðisstarfsmanna. Afar góðar umræður fóru fram um starfsemina, vöxt í þjónustunni og aðgengi og biðtíma íbúa eftir þjónustu.  Ræddar voru nýjungar í heilbrigðisþjónustunni á Suðurlandi, s.s. rafræn samskipti við sjúklinga, teymisvinnu fagstétta, fjarheilbrigðisþjónustu og spjaldtölvuverkefni í heimahjúkrun. Einnig kynnti forstjóri nýjá áætlun HSU um uppbyggingu geðheilsuteymis fyrir heilsugæslu HSU. Í lok fundar var sveitarstjórnafólkinu kynnt nýtt fjarheilbrigðisþjónustutæki og prufuverkefni því tengt sem verður ný viðbót í framboði á þjónustu í heilsugæslunni.  Verkefnið verður nánar kynnt íbúum á næstu vikum. Stjórnendur á HSU þakkar sveitarstjórnarfólki fyrir ánægjulega heimsókn, góðan fund og farsælt samstarf.

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

Nýtt fjarheilbrigðisþjónustutæki í heilsugæslu HSU kynnt fyrir sveitastjórnunum.