Í dag áttu fullrúar frá þingflokki Viðreisnar fund með framkvæmdastjórn HSU á Selfossi. Á fundinum fór fram kynning á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Farið var yfir lykilhlutverk stofnunarinnar í heilbrigðisþjónustu á sviði heilsugæslu, sjúkarahúsþjónustu, utanspítalaþjónustu og rekstur hjúkrunarrýma. Farið var yfir helstu staðreyndir um umfang og aukningu í þjónustunni á Suðurlandi. Góðar umræður sköpuðust um skipulag þjónustunnar, tækifærin framundan og áhugaverðar nýjungar í framþróun heilbrigðisþjónustunnar í umdæminu. Fulltrúar þingflokksins skoðuðu svo aðstæður á sjúkrahúsi, hjúkrunardeildum og á heilsugæslu HSU á Selfossi. Við þökkum þeim fyrir ánægjulegt og gagnlegt samtal um málefni heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi.
