Fulltrúar þingflokks Samfylkingar heimsækja HSU á Selfossi

Í dag áttu fullrúar frá þingflokki Samfylkingarinnar fund með forstjóra og mannauðsstjóra HSU á Selfossi.  Á fundinum fór fram kynning á starfsemi, rekstri og fjármögnun stofnunarinnar með hliðsjón af nýju greiðslulíkani sem er í mótun fyrir heilsugæslun á landsbyggðinni.  Farið var yfir helstu verkefni stofnunarinnar í heilbrigðisþjónustu á sviði heilsugæslu, sjúkarahúsþjónustu, utanspítalaþjónustu og rekstur hjúkrunarrýma.  Rætt var um stöðu heilbrigðisþjónustu á hverri starfsstöð HSU fyrir sig og fjallað um staðreyndir um umfang og aukningu í þjónustunni á Suðurlandi og hvar væri helst úrbótaþörf. Góðar umræður sköpuðust um fjölmargt varðandi skipulag þjónustunnar, tækifærin framundan og áhugaverðar nýjungar í framþróun heilbrigðisþjónustunnar í umdæminu, m.a. fjarheilbrigðisþjónustu.  Séstaklega var fjallað um frábæran ávinning af teymisvinnu sem nýlega hefur verið innleidd í starfsemi heilsugæslunnar á Selfossi.  Sú breyting sem hefur orðið á er fólgin í því að hjúkrunarfræðingar stýra nú úrræðum og afgreiðslu þeirra sem leita til heilsugæslunnar. Það hefur strax skilað stóraukinni þjónustu í þá veru að nú fá mun fleiri afgreiðslu fyrr, og fjölmargir án þess að þurfa að bóka tíma. Allir sem hringja inn í heilsugæsluna fá samdægurs afgreiðslu frá hjúkrunarfræðingi sem kemur erindi allra í viðeigandi farveg.  Fyrir vikið nær heilsugæslan að sinna um 25% fleiri samskiptum, biðtími eftir tíma hjá lækni er að styttast og fleiri fá úrlausn strax.

 

Við þökkum gestum okkar fyrir ánægjulegt og gagnlegt samtal um málefni heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi.