Fulltrúar samstöðuhópsins í heimsókn


Fulltrúar úr samstöðuhópnum, sem í haust skipulögðu aðgerðir til að verja sjúkrahúsþjónustu á Suðurlandi, komu í heimsókn á HSu í gær, 9. des.   Þar var þeim kynnt starfsemi og þjónusta sjúkrahússins og heilbrigðisstofnunarinnar yfirleitt.  Þeim greint frá hvernig útlitið væri með starfsemina á næsta ári,  hvaða hnjaski stofninun lendir óhjákvæmilega í þrátt fyrir verulega minni skerðingu fjárveitingar heldur en gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga. Þá kom fram mikilvægi þess, að halda þyrfti áfram kynningu um og baráttu fyrir sjúkrahúsþjónustu á Suðurlandi.


Að samstöðuhópnum stóðu sveitarfélög, stéttarfélög, félagasamtök og einstaklingar.  Hópurinn stóð m.a. fyrir fundum, undirskriftasöfnun og kynningu í fjölmiðlum til að vekja athygli á mikilsvægi sjúkrahúsþjónustu á Suðurlandi.  Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar samstöðuhópsins ásamt forstjóra og skrifstofustjóra HSu.