Fullorðnir í bólusetningu gegn kíghósta?

Sóttvarnalæknir hefur hingað til ekki mælt sérstaklega með því að fullorðnir verði bólusettir gegn kíghósta, jafnvel þó kíghósti hafi verið að greinast í samfélaginu. Hins vegar er sjálfsagt að bólusetja þá sem fara fram á slíkt.

 

Þeir fullorðnu einstaklingar sem fara fram á að verða bólusettir gegn kíghósta, verða  að greiða fyrir það sjálfir að fullu. Heilsugæslan er beðin um að taka ekki bóluefni úr birgðum sem ætlaðar eru til nota í almennum barnabólusetningum.

Bóluefnið sem nota á til bólusetningar á fullorðna, þarf heilsugæslan því annað hvort að panta sérstaklega eða skrifa lyfseðil á viðkomandi til að útleysa í apóteki.  Bóluefni sem má nota hjá fullorðnum heitir Boostrix eða Boostrix Polio.