Fréttir af inflúensu


  • Engin tilfelli hafa greinst hér á landi.

  • Tilfellum fjölgar erlendis en engin alvarleg veikindi hafa verið tilkynnt í Evrópu.
  • Veirudeild Landspítalans hefur nú bestu tækni til að greina hina nýju inflúensu A (H1N1)
  • Í dag verður aflétt viðvörun til ferðamanna um að ferðast ekki til Mexíkó að nauðsynjalausu. Engin viðvörun er nú gildi um ferðalög erlendis.
  • Ferðamenn eru hvattir til gæta fyllsta hreinlætis á ferðum sínum erlendis og forðast náið samneyti við veika einstaklinga.
  • Dregið hefur verið úr vaktþjónustu heilbrigðisstarfsmanna í Leifsstöð. Í stað þjónustu í stöðinni þá verður baktvakt til taks ef á þarf að halda. Möguleiki er á að endurvekja vaktþjónustuna með litlum fyrirvara ef þörf krefur.
  • Stefnt er að útgáfu formlegra leiðbeininga til ferðamanna um smitgát fljótlega.