Fréttatilkynning frá Vinafélagi Ljósheima og Fossheima!

Meginmarkmið félagins er að efla tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk Ljósheima og Fossheima  og auka möguleika á tilbreytingu en ella væri.  Félagið var stofnað  í febr. 2004 og er fjöldi félagsmanna í dag 138.

 

Yfirlit yfir stuðning félagsins við hjúkrunardeildirnar á árinu 2011:

Árlega eru haldnir aðalfundir  og aðstandendadagar og á þessa fundi eru ávallt fengnir einhverjir skemmtikraftar  og bornar fram veitingar í boði félagsins.  Venjan hefur verið að fara í eina sumarferð,   sem í ár varð haustferð.  Félagið kaupir alltaf  sumarblóm á svalirnar og föndurvörur fyrir deildirnar í samráði við iðjuþjálfa.  Í sumar styrkti félagið verkefnið  „Elligleði“ með Stefáni Helga, söngvara  og Sesselju – en þau komu þrisvar á hvora deild með frábæran flutning.  Stjórn félagsins færði deildarstjórum deildanna   peningagjöf  kr. 50 þúsund  eða 25 þús. fyrir hvora deild –  til ráðstöfunar fyrir heimilisfólkið.

Til viðbótar áður töldu hafa verið keyptar  gjafir fyrir deildirnar og verða þessar gjafir afhentar n.k. sunnudag  20. nóv. á aðstandendadeginum.
 Um er að ræða:  Hljóðkerfi  frá Hljóðfærahúsinu , hnakk-kollur frá Eirberg og snyrtitöskur með hand- og fótsnyrtivörum.    Verðmæti gjafanna eru kr. 228 þúsund.

Það sem af er þessu ári er stuðningur félagsins til deildanna  í krónum talið um 550 þúsund.

 

Stjórn
Vinafélags Ljósheima og Fossheima