Framtíð Björgunarmiðstöðvarinnar tryggð

Þann 16. september sl. undirrituðu Sveitarfélagið Árborg og Íslandsbanki kaupsamning vegna Björgunarmiðstöðvarinnar að Árvegi 1 Selfossi. Þar munu Sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Björgunarfélag Árborgar og Brunavarnir Árnessýslu fá sitt framtíðarhúsnæði. Húsnæðið er ekki fullbúið, en nú verður lagt kapp á að ljúka þar öllum framkvæmdum, svo hægt verði að nýta það að fullu.


Málefni hússins hafa verið mikið í umræðunni undanfarið en bæði Íslandsbanki og Sveitarfélagið Árborg voru sammála um mikilvægi þess að fá niðurstöðu í málið. Sveitarfélagið mun innheimta leigutekjur vegna húsnæðisins og munu þær standa undir afborgunum vegna kaupanna og rekstri hússins .