Framkvæmdir við viðhald byrjaðar !

hsuÍ talsverðan tíma hefur staðið til að hefja endurbætur á eldri hluta húsnæðis HSu á Selfossi.  Því miður voru þær endurbætur stöðvaðar vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs eins og flestar aðrar framkvæmir ríkisins.   Engu að síður verður ekki komist hjá að hefja nauðsynlegt viðhald á því, sem hægt er með góðu móti að gera í núverandi húsnæði.   Fasteignir ríkissjóðs annast allt meiri háttar viðhald á húsnæði HSu og er nú að hefja viðhald á 2. hæð og suðurhluta 1. hæðar.  

 

Neyslu- og heitavatnslagnir verða endurnýjaðar í öllu húsinu, á 2. hæð verða m.a. sjúkrastofur dúklagðar og málaðar og lagfæringar gerðar á snyrtingum.  Þær framkvæmdir eru að hefjast í dag.   Á 1. hæð verður gamla slysastofan lagfærð, en þar verður aðstaða fyrir göngudeild lyflækninga, endurbætur gerðar hjá læknariturum og aðstaða bráðamóttöku bætt.  Þær framkvæmdir hefjast með haustinu.

 

Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega nokkurt ónæði og röskun á starfsemi.  Hjá þeim verður engu að síður ekki komist, þær bæta aðstöðu sjúklinga og starfsfólks.  Fólk er því beðið um að sýna þeim tillitsemi og þolinmæði svo að þær gangi sem best fyrir sig.