Framkvæmdir við skrifstofu HSU Selfossi

hsu_skrifstofa-copyÍ dag kemur viðbót við gáma á HSU til að ljúka endurbótum á skrifstofuhúsnæðinu hér á Selfossi. Þeir sem eiga erindi út á skrifstofu verða að hafa biðlund meðan gengið er frá aðstöðu og lóð í kringum húsin næstu tvær til þrjár vikur. Vegna framkvæmdanna gæti þurft að loka skrifstofunni tímabundið, en við reynum að sjálfsögðu að hafa slíkt í lágmarki og tilkynnum það með fyrirvara.

 

Í dag verður vatn og rafmagn tekið af gámunum tímabundið og mun starfsemi liggja niðri þar rétt á meðan.

 

Framkvæmdastjórn