Framkvæmdir á HSu í sumar

Talsverðar framkvæmdir standa nú yfir við húsnæði og lóðir HSu. Á Hellu hafa á sl. ári staðið yfir framkvæmdir við tengibyggingu milli húsnæðis heilsguæslunnar við Suðurlandsveg 3 og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í næsta húsi. Nýr inngangur verður að heilsugæslunni og aðkoma að henni mun betri og þægilegri en áður. Gert er ráð fyrir, að þeim framkvæmdum ljúki í haust.


Á Selfossi er verið að ljúka við malbikun á bílastæðum austan við sjúkrahúsið og næstu daga byrja framkvæmdir við endurnýjun á þaki sjúkrahússins. Búið er að standsetja húsnæði fyrir mun stærri og betri bráðamóttöku og verður starfsemin flutt þangað á næstu dögum. Þá er búið að taka í notkun tölvusneiðmyndatæki, sem keypt var fyrir gjafafé.


Á Hvolsvelli er verið að byrja á malbikun bílastæða við heilsugæsluna, en bílastæði og gangstéttir voru illa farin og hættuleg.


Í Vík og í Laugarási eru að hefjast utanhússviðgerðir á læknisbústöðum vegna leka ofl. skemmda.