Fræðslunefnd HSu

Stjórn HSu hefur sett á fót fræðslunefnd og tilnefnt eftirtalda einstaklinga í nefndina:
Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræðing, Jórunni V. Valgarðsdóttur, heilsugæslulækni og Esther Óskarsdóttur, skrifstofustjóra.

Markmið nefndarinnar er að efla fræðslu starfsmanna stofnunarinnar og sjá til þess að allir starfshópar fái fræðslu við sitt hæfi.
Þá verði nefndin einnig vakandi fyrir því, hvaða styrkir eru mögulegir sem nýta má til fræðslumála þar sem ekki er gert ráð fyrir útgjöldum til fræðslumála í fjárheimildum stofnunarinnar.
Ákveðið hefur verið að halda skráningu á allri þeirri fræðslu sem starfsmenn sækja bæði innan og utan stofnunarinnar með mánaðarlegri uppfærslu til fróðleiks og upplýsinga fyrir starfsmenn.


Til þess að fræðsluval verði við hæfi fyrir alla hefur nefndin útbúið könnun sem lögð verður fyrir alla starfsmenn og mun nefndin síðan nýta sér þær upplýsingar sem könnunin sýnir gagnvart  fræðsluvali og skipulagningu.


Aukin fræðsla og þekking starfsmanna eflir þann mannauð sem fyrir hendi er og er ávinningur fyrir alla aðila.


Starfsmenn eru hvattir til að senda inn hugmyndir eða frekari tillögur til fræðslunefndarinnar en netfangið er:   fraedslunefnd@hsu.is
Þá er einnig hægt að nýta sér pósthólf sem stofnunin hefur á Selfossi.