Fræðslufundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima 29. apríl nk.

Tilkynning frá Vinafélagi Ljósheima og Fossheima!


Fræðslufundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2009 kl. 20:00 í fundarsal HSu í kjallara nýbyggingar.


Á fundinum ætla þær Jóhanna Valgeirsdóttir og Sigurbjörg Björgvinsdóttir, deildastjórar, að sjá um kynningu á fyrirkomulagi og starfsemi hjúkrunardeildanna.


Kynning verður einnig á nýrri dagdvöl fyrir heilabilaða, sem verið er að opna á Vallholti 38, en Dögg Káradóttir hefur verið ráðin forstöðumaður. Dögg ásamt Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða hjá Sv.fél.Árborg, munu sjá um kynningu á fyrirkomulagi starfseminnar í Vallholtinu.


 

Hjá Félagi aðstandenda alzheimersjúklinga (FAS) hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Svava Aradóttir og mun hún ásamt Maríu Th. Jónsdóttur segja frá starfi FAS. Á fundinum verða kaffiveitingar gegn vægu gjaldi.
Allir eru velkomnir á fundinn og það er ósk félagsins að sem flestir mæti.
Stjórnin