Fræðslu- og upplýsingafundur FAAS

 FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma heldur fræðslu- og upplýsingafund á Selfossi þriðjudaginn 11. október nk. Fundurinn sem hefst kl. 20.00 verður haldinn í fræðslusal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Dagskrá:

  • Framkvæmdastjóri FAAS, Svava Aradóttir setur fundinn og segir frá starfi félagsins
  • Erindi Sólveigar Rósu Davíðsdóttur sálfræðings: Atferlisbreytingar og geðræn einkenni í heilabilun og álag á aðstandendur: Niðurstöður úr rannsókn á Taugageðlækniskvarðanum (NPI-D)
  • Fréttir af starfseminni á Suðurlandi
  • Fyrirspurnir og umræður

 Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta, en  

allir áhugasamir eru velkomnir.
Kaffiveitingar verða í boði vinafélags Ljósheima og Fossheima.

 Tenglar FAAS á Selfossi,

Ragnheiður Björnsdóttir og Guðbjörg Gestsdóttir