Fræðslu- og stefnumótunardagar klínískra stjórnenda á HSU

img_6339 Frábær þátttaka var meðal klínískra stjórnenda á fræðslu- og stefnumótunardögum HSU sem haldnir voru 27. og 28. október s.l. á Selfossi. Tilgangur var að hittast og eiga saman góðan fræðslufund  og fengum við til okkar frábæra fyrirlesara á sviði upplýsingatækni á heilbrigðissviði og á sviði heilbrigðisupplýsinga. Það var almenn ánægja með gagnsemi fyrirlestranna og við erum sannfærð um það muni efla okkur í að samræma skráningu á stofnunni í heild sinni. Það mun einnig styrkja okkur enn frekar í því að taka út gögn fyrir stofnunina okkar sem síðan mun hjálpa til við ákvarðanatöku stjórnenda og þróun þjónustunnar.

 

Markmiðið var einnig að fara í skemmtilega greiningarvinnu til undirbúnings fyrir stefnumótun HSU. Sú greiningarvinna gekk vonum framar og eftir fyrri daginn skilaði stjórnendahópurinn af sér yfir 400 ábendingum um innri styrkleika og veikleika hjá stofnuninni og hvaða tækifæri og áskoranir bíða okkur að takast í við í umhverfi okkar.  Því höfðum við mikinn efnivið til að vinn úr síðari daginn, þar sem við fengum ráðgjafa frá Intellecta með okkur hálfan dag til að leggja línur um kjarnastarfsemi og leiðir að settu marki.  Það var ótrúlegur kraftur í hópnum sem setti líka fram tillögur að lykil mælikvörðum á þjónustunni.  Því bíður okkar það kærkomna verkefni að vinna úr frábærum tillögum sem munu klárlega mynda heildarmynd að nýrri stefnuáætlun HSU.  Sú áætlun verður síðan kynnt öllum starfsmönnum sem fá kost á því að bæta við tillögum og koma með athugasemdir.  Þannig viljum við virkja alla til samvinnu.

 

Það er sannkallaður heiður að fá að starfa með svo öflugum hópi fagmanna og áhugasömum stjórnendum og ég hlakka til að ljúka vinnu við að kynna afrakstur þessarar ágæta framlags sem stjórnendur settu fram á mettíma. Það er von mín og trú að þessi vinna nýtist við stefnumörkun í grunnheilbrigðisþjónustu í umdæminu og stilli fyrir okkur kompásinn til frambúðar.

 

Herdís Gunnarsdóttir

Forstjóri HSU.