Leiðbeiningar um hækjunotkun

 
Tilgangur hækjunotkunar er að taka þunga af veika fætinum.
Tvær hækjur eru notaðar þegar ekki má stíga í veika fótinn eða þegar einungis má tylla létt í veika fótinn.
 
Að stilla hækjur : Til að finna rétta hæð á hækju er best að standa bein(n) með slakar axlir og hafa hækjuna við hlið sér. Rétt hæð á hækjunum er þegar handfangið nemur við úlnliðinn. Mikilvægt er að hafa hækjuna rétt stillta svo ekki komi óeðlileg staða á líkamann og einnig til að fyrirbyggja óeðlilegt álag á axlir.
Gott ráð er að setja silikonhulsur á haldföng til að fyrirbyggja særindi í lófa vegna álags. Slíkar hulsur fást í apótekum.
 
Að ganga við hækjur : Ef þú ert óvanur/óvön að ganga við hækjur er mikilvægt að fara sér hægt í byrjun.
Færa á báðar hækjur og veika fótinn fram um eitt spor. Mikilvægt er að hafa bilið á milli hækjanna ekki of vítt eða ekki of þröngt því það veldur óstöðugleika.
Setja inn MYND sem sýnir rétta stöðu á hækjum
Leggðu þungann á hækjurnar um leið og þú sveiflar þér áfram (ekki hoppa) í gegnum “hækjuhliðið”.
Að fara upp tröppur á hækjum : Færðu heilbrigða fótinn upp um stigaþrep meðan þunginn er settur á hækjurnar í neðra þrepi. Stígðu í heilbrigða fótinn og og færðu veika fótinn og hækjurnar upp í sama stigaþrep.
Að ganga niður stiga : Færðu hækjurnar og veika fótinn á undan niður stigaþrep. Settu þungann á hækjurnar um leið og þú flytur heilbrigða fótinn niður í sama stigaþrep.
Að setjast í stól : Snúðu baki að stólnum og stattu þétt upp við hann. Leggðu aðra hækjuna frá þér eða taktu báðar hækjurnar í aðra höndina þannig að þú hafir hina höndina til að styðja þig við stólinn þegar þú sest niður. Hafðu þungann á heilbrigða fætinum og renndu svo veika fætinum svolítið fram þegar þú sest niður.
Best er að hafa hátt undir veika fætinum þegar setið er lengi til að draga úr bjúgsöfnun.
Að standa upp úr stól : Færðu heilbrigða fótinn þétt upp að stólnum. Styddu þig við aðra hækjuna og stólinn. Spyrntu þér upp á heilbrigða fætinum.
Að ganga við eina hækju : Hækjuna skaltu hafa til stuðnings þeim megin sem heilbrigði fóturinn er. Færðu svo hækjuna og veika fótinn samtímis áfram.
• Athugið að nota brodda á hækjurnar þegar hálka og snjór er úti.
• Sýndu sérstaka aðgát í hálku, á blautu gólfi, á gólfi með ójöfnum og lausum mottum.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Heilsugæslu.