Frá sóttvarnalækni – inflúensupúlsinn

Fjöldi tilkynninga um inflúensulík einkenni sem berast til sóttvarnalæknis virðist hafa náð hámarki. Samkvæmt fjölda tilkynninga fyrri hluta þessarar viku (viku 9) samanborið við vikuna á undan, var toppurinn sennilega í síðustu viku (viku 8). Það má því gera ráð fyrir að tilfellum fari fækkandi næstu vikur.
Bæði börn og fullorðnir leita til læknis með inflúensulík einkenni, en börn á aldrinum 4 – 9 ára virðast oftast fá greininguna.  Enn er töluvert um inflúensugreiningar á veirufræðideild Landspítala .  Einungis inflúensa A (H3) hefur greinst, enginn hefur greinst með svínainflúensu (inflúensa A (H1N1)) eða inflúensu B.
Þetta er sambærilegt við þróun inflúensunnar í Evrópu, sjá  www.ecdc.europa.eu<http://www.ecdc.europa.eu/>. Inflúensa A (H3N1) er þar ráðandi, hlutfallslega mjög fáir greinast með svínainflúensu og inflúensu B. Stök tilfelli af RS veiru, metapneumóveirum greinast í börnum. Einnig hafa stök tilfelli af adenóveirum og parainflúensu verið staðfest.